Inga Björns blogg

sunnudagur, nóvember 20, 2005

One down, three to go!!!

Jæja!!!

Þá er fyrstu djamm fríhelgi af fjórum í röð lokið. Fór í gærkveldi ásamt Önnu á San Francisco myndakvöld hjá Krissa að Elliðavöllum í Keflavík City. Ekki ætlaði ég að verða of drukkinn þannig að ég tók bara með mér eina kippu af ísköldum Kalla (Carlsberg, probably the best beer in town, fyrir þá sem ekki vita hvað Kalli er). En það fór að sjálfsögðu á annan veg þegar á hólminn var komið því Krissi hafði jú fjárfest í þessum annars ágæta Ópal snafsi. Ég er ekki frá því að ég hafi drukkið mestmegnið af flöskunni og þegar að því kom að liðið ætlaði útí bæ var Ingi Björn orðinn haugölvaður og vissi hvorki upp né niður. En einhvern veginn reddaðist það allt saman og við drifum okkur á H.inn (Hápunktinn fyrir þá sem ekki vita hvað H.inn er), en það er víst aðalstaðurinn í Kef City þessa dagana. Þar var mikið af fólki, þar á meðal myndarpiltur frá IGS (no names).

Frá H.inum var Inga Birni keyrt í bæinn af Kristínu Gallagher og var Imba með í för þótt ekki hafi þær verið í djamm hugleiðingum. Fór þar með 1000 kallinn sem ég átti á Café Kozý og náði að eiga afgang þegar ég kom út víííííí. Rölti mér upp Laugaveginn og heim til Önnu sem var svo góð að lána mér lykla að íbúðinni sinni en hún varð eftir í Njarðvík hjá frænku sinni. Lá þar steinrotaður til kl 18:15 á laugardegi og kom þá litla systir að sækja mig og skutlaði mér heim.

Úfffff, ég vildi geta sagt að það yrði langt í næsta djamm en eins og ég segi þá er stíft prógram framundan, jólbolla Icelandair og IGS 2. desember, Jólahlaðborð í Köben 16-18 des og svo loks jól og áramót. Að þeim loknum verður nú einhver pása tekin, og þó, tónleikar með James Blunt í Köben 24. jan 2006 sem maður lætur sig nú ekki vanta á!!!

Lengi lifi Ópalskotið.......................

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Brandari vikunnar........

Ég horfði, mér til mikillar skemmtunar, á Eurotrip á Ztöð2 Bíó í gærnótt. Afar skemmtileg mynd!!! Mér var sérlega skemmt yfir þýðingunni á myndinni. Hér kemur skemmtilegt dæmi sem ég tel vera með því fyndnara sem ég hef heyrt.....

Myndin gengur út á það, fyrir þá sem ekki vita, að Scott og vinur hans fara til Evrópu til þess að finna stúlku sem er búin að vera pennavinur Scotts í x langann tíma. Þegar þeir koma loks á áfangastað komast þeir að því að Mieke er ekki þar. Þeir hitta föður hennar og reyna að finna út hvar hún er.....

Do you know where she is? Yes, she enlisted in a scholarship program in Rome.

Þýðing: Veistu hvar hún er? Já, hún skráði sig á skólaskip í Róm!!!

Múhahahahahahahahahahahahahaa........

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Menningarnótt??????????

Menningarsjokk öllu heldur!

Missti nú af allri menningunni um daginn og fór ekkert í bæinn fyrr en undir miðnætti. Ástrún, Sigga Express, Stína Gallagher og Daði flokkstjóri komu og sóttu mig á heimaslóðir rétt um kl 23 og á meðan ég beið eftir þeim fyrir utan gekk á með Amazon rigningu. Vatnið svoleiðis fossaði niður götuna að annað eins hefur ekki sést síðan í gamla daga (sem sagt fyrir áramót).

Nú liðið hélt náttla beinustu leið á ball þar sem flugeldasýningin var jú búin og lítið annað um að vera í bænum en böll og rigning. Þannig að við tókum strikið á Nasa þar sem gífurlegt Sálarball átti að hefjast og þar sem ég var með Siggu og Ástrúnu kom lítið annað til greina en að fara á það. Enda ekki þekktar fyrir annað en að elta Sálina Hans Jóns Míns út um allar trissur. En ég hrósa happi því ef ekki hefði verið fyrir Sálarballið þá hefðum við án efa farið á leiðinlegasta stað í bænum, öðru nafni Pravda, greitt þar milljónir fyrir inngöngu og veðsett svo húsið og bílinn fyrir drykkjunum. Nóg kostaði nú Nasa ævintýrið.

Nema hvað að það var svona ægilega fínt til að byrja með, fannst nú tónlistin ískyggilega há, ekki alveg hægt að njóta hennar þegar maður finnur bassann í maganum. En eftir því sem leið á kvöldið er ég ekki frá því að einhver hafi alltaf verið að hækka í græjunum þannig að ég gafst upp á endanum og fór út með suð í eyrum og er ekki frá því að nokkur af hárunum þarna í miðeyranu hafi skemmst!! Vonandi ekki nóg til þess að medicalið fari í vitleysu. Lofaði sjálfum mér því og stend við það (þar til annað kemur í ljós) að þetta er í allra síðasta skipti sem ég fer á Nasa.

Nú eftir stóð ég einn úti á götu og vissi ekkert hvað ég ætti af mér að gera. Hringdi í Davíð Brá en þá var hann á heimleið í taxa. Þannig að ég rölti mér á Café Kozý og það var nú meiri skelfingin sem blasti við mér þar. Þvílíkt og annað eins samansafn af lufsum hef ég bara ekki séð um mína ævi. Fastagestir hússins að sjálfsögðu dauðir í horninu að vanda og allt þar fram eftir götunum. Var nú ekki lengi að láta mig hverfa þaðan eftir að hafa innbyrt einn öl og hugsað um hvað það er leiðinlegt að djamma á Íslandi. En ekki var öll nótt úti enn.

Ég rölti mér út og athugaði hvort Anna væri enn að vinna á Kaffi Reykjavík, en nei nei þeir höfðu vit á að loka snemma og fara heim að sofa. Þá var ég svona alvarlega að skoða möguleikann á að fara bara heim og rölti mér niður Hafnarstrætið til að athuga stöðuna á Nonna Bita en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma litið þar inn. Var kominn á Lækjartorg þegar Ísarr hringdi og heimtaði að ég kæmi með sér á Hressingarskálann, betur þekktur sem Hressó. Ég hélt nú ekki, sagði að fyrst yrðum við nú að kíkja á ómenninguna á Nelly's. Nú þar var leiðinlegt að vanda þannig að við drifum okkur á Hressó og þar sló nú alveg botninn úr. Ekki veit ég hvað er að gerast þarna í Austurstrætinu en ég held að síðan Berlín lokaði þar fyrir um áratug hafi allt djamm í þeirri götu farið niðurávið. Skemmst er að minnast Astró sem var nú án efa leiðinlegasti skemmtistaður í heimi, svo breyttist hann í Pravda og ekki skánaði ástandið og Hressó held ég að hafi skilað mun betri árangri sem skyndibitastaðurinn McDonalds.

Nú svo dreif ég mig nú loksins af stað heim um kl 0530 og beið eftir leigubíl til 7. Hefði betur bara gengið í Hafnarfjörðinn, kom við á Select og fékk mér djúsí pulsu með kartöflusalati, hráum lauk og tómatsósu og held svei mér þá að það hafi verið skemmtilegasti hluti kvöldsins, eftir að hafa yfirgefið félagsskapinn á Nasa.

En jæja

Þá er ég búinn að koma þessu djammi af mér og bið að heilsa í bili.

Ingi Björn

laugardagur, ágúst 20, 2005

Alltaf nóg að gerast hjá Inga Birninum

Halló Halló

Ég er sem sagt enn á lífi og við góða heilsu. Bara svona ef einhver skyldi hafa látið sér detta í hug að ég væri týndur og tröllum gefinn. Hvað er Ingi Björn búinn að vera að gera allann þennan tíma spyr margur sig og svarið er..........VINNA. And there it is then. Er búinn að vera í vinnunni að meðaltali 18 tíma á dag enda Siggeir svo sem harðgiftur og floginn til Manchester eins og er þannig að ekki hittir maður hann og Hjalti er jú alltaf á ferð og flugi og aðrir vinir mínir eru jú annaðhvort vinnualkar eða að vinna með mér þannig að þar stunda ég mitt félagslíf. En þessa dagana eru stærri plön í gangi og er Ingi Björn að ganga fram að sér með vinnu til að eiga fyrir flugnámslokum sem munu fara fram síðar á þessu annars ágæta ári.

En hvern hittir maður ekki á Keflavíkurflugvelli í dag aðra en Cameron Diaz. Hún var svo sem á Frisco fluginu sem ég var að rampast með og leit út fyrir að vera allavega fimmtug. Tjah ég segi nú kannski ekki fimmtug en allavega 10 árum eldri en á sjónvarpsskjá og hvítu tjaldi. Upplausnin á henni er sem sagt ekki jafngóð og á hvíta tjaldinu. En það er svo sem ekki öllum gefin þessi eilífðarfegurð sem háir mér sýknt og heilagt. Skemmst er að minnast að við Anna lentum jú illa í Könunum í apríl vegna fegurðar. Takandi myndir í tíma og ótíma og ég veit ekki hvað og hvað.

En nú er Menningarnótt að ganga í garð hvað á hverju og mun ég fara umsvifalaust á djammið núna.

Nóg í bili

Ingi Björn

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Hér er bloggað enn á ný

Heil og Sæl og afsakið hvað líður langt á milli blogga......

......en sannleikurinn er sá að ég hef bara voða lítið að blogga um. Hitt er annað mál að nú hefur nóg gerst á síðustu dögum þannig að nú get ég bloggað um það.

Byrjaði síðustu viku á því að leigja mér The Notebook sem hinn hollenski Kos var búinn að mæla svona ægilega vel með. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með þá mynd, komst í góða snertingu við kvenlegu hliðina mína og grenjaði bókstaflega úr mér augun. Svona líka ægilega fín og sæt mynd með góðri og fallegri sögu.

Eftir að hafa komið augunum á sinn stað aftur skrapp ég með Siggeiri og hans stúlku Rakel, ásamt Önnu vinkonu til Ameríku eða nánar tiltekið Minneapolis. Þar versluðum við svona ægilega mikið og þá sérstaklega Siggeir og Rakel, en Anna var örlítið hógværari og ég jafnaðist á við nánös enda litlir peningar til í þessari ferð, geri bara betur næst. En þó fjárfesti ég í DVD útgáfunni af The Notebook svo ég gæti haldið áfram að æfa tilfinngasemi mína.

Annars var svona ægilega gaman í Minní, skoðuðum einhver ofboðslega há og fín háhýsi og þar með er allt talið sem hægt er að gera í þeirri borg. Fyrir utan mollið náttla. En þar skoðuðum við og keyptum helling af hlutum.

Hitt er annað mál að í Ameríku fór fólk hamförum í að hrósa okkur Önnu fyrir afburða fegurð. Það var nánast sama hvar við komum, þetta var altalað. Mest ræddum við þetta sjálf, en þó eins og áður hefur komið fram var minnst á þetta við okkur hvað eftir annað. Til dæmis stóðum við uppúr í WallMart en það er svo sem búð fátækra fata og hluta þannig að það er kannski ekkert skrýtið. Þannig að húrra fyrir Ameríkönum að hafa svona gott auga fyrir íslenskri eðalfegurð.

Ég vil nýta tækifærið og óska Jóa Magga til hamingju fyrir að láta reka sig úr hinum danska lýðháskóla sem hann var í, en það þykir mikið afrek, þar sem meðal Dani er ægilega ligeglad og þarf mikið að ganga á til að þeir æsi sig. Annars hef ég alltaf sagt að lýðháskólar eru bara fyrir háskólalýð og ekki flokkast Jói undir slíkan.

Meira seinna, vonandi með styttra millibili en gengur og gerist á þessu blessaða bloggi.

Ingi Björn

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Jol a Islandi, skelfingar i Asiu, nytt ar og Sushi i Køben

Komidi sæl

Nu thad er ordid svo langt sidan madur hefur bloggad her ad madur veit bara ekkert hvar madur a ad byrja. Byrja sennilega bara a thvi ad oska heimsbyggdinni allri gledilegra jola og gledilegs ars 2005. Jolin hja mer voru bara mjøg god, ma segja ad eg hafi sloppid nokkud vel thar sem thau lentu a helgi og eg a helgarvakt. En var bara ad vinna 0530-0930 a adfangadag, i frii allann joladag og svo var full 12 tima vakt a annan i jolum.

Og tha dundu skelfingarnar yfir eda "Tsunami disaster" eins og thad er kallad a øllum erlendu frettastødvunum. En thad hafa væntanlega flestir heyrt um og er nu tala latinna komin upp i 125,000 sidast thegar eg heyrdi. Thegar eg sa thad i sjonvarpinu vard mer hugsad til Ola Høsk sem sagdi i vinnunni a manudeginum ad tala latinna væri komin upp i 4,500 sem væri alveg skelfilegt. Ekki er astandid ad batna skilst mer en tho er neydarhjalp komin a fullt skrid og vonandi fer thetta nu ad skana. En thad er ekkert leyndarmal ad aumingja Ingi Bjørn bara gret ur ser augun vid thonokkur tækifæri thegar horfdi eg a frettirnar enda skelfilegt ad heyra og sja thetta. Nog um thad.

Fyrir tha sem eru ad velta fyrir ser af hverju eg skrifa med svona støfum, tha er eg a hoteli i Køben ad blogga thetta en her erum vid Palli ad eyda aramotunum. Hann a djamminu og eg vid tølvuskja :) Eg laga kannski stafina thegar heim verdur komid. Thad er buid ad vera mjøg gaman hja okkur og Palli djammar a hverju kvøldi en eg er nu ordinn svo gamall ad vegna heilsufarsastædna get eg adeins djammad svona eins og annan hvern dag. Tok tho tvo daga i rod svona undir blaendann a arinu en vid komum einmitt hingad a fimmtudeginum og kiktum tha adeins ut og svo var nattla gamlarskvøld a føstudeginum. Høfdum thad svona ægilega fint a gamlarskvøld, bordudum godan mat og forum svo a djammid og vorum ad langt fram undir morgunn eda til klukkan 9. Tha var haldid a hotelid og var undirritadur hreint ut sagt farveikur (ur thynnku samt) a fyrsta degi arsins 2005 og komst ekki fram ur ruminu fyrr en klukkan 2 nottina eftir.

Svo forum vid a sunnudsagskvøldinu ut ad borda med Joachim og Mette kærustunni hans og i samradi vid Palla drogu thau mig a Sushi stad an thess ad lata mig vita, vitandi ad ødruvisi hefdi thad nu ekki tekist. En viti menn, thetta var svona ægilega finn stadur og bordudum vid helling af hraum fiski og hrisgrjonum og var thad alls ekki slæmt. Thau heimtudu ad dyfa øllu heila klabbinu oni Sojasosu og søgdu ad svoleidis ætti ad borda thetta en eg gerdi thad nu bara nokkrum sinnum og their bitar sem eg bordadi svoleidis voru bara med Sojabragdi og fannst mer thad skemma thennan fina mat thannig ad eg hætti thvi mjøg fljott. Svo kitkum vid adeins ut a lifid eftir thessa reynslu og skemmtum okkur mjog vel fram a rauda nott. Svo var eg nattla halfslappur i dag og gerdi thvi litid af thvi ad fara ut, rett kikti i 1 øl og svo bara heim en thad er ekki ad honum Palla ad spyrja, hann er nattla a hørkudjammi eins og honum einum er lagid. Meira hvad drengurinn hefur gott thol. En thetta er ungt og leikur ser :)

Hvad um thad, nu styttist i heimkomu, pabbi kemur hingad a morgun til thess ad fara a einhverja fundi og ætlar hann ad bjoda okkur i mat a Apotekinu en hann er einmitt yfir sig hneyksladur a ad vid høfum aldrei komid thangad. Svo er thad bara verslunarleidangur hja mer (og kannski Palla, fer eftir thvi hvenær hann kemur heim og vaknar) a morgun og sennilega midvikudaginn lika. Tharf ad versla mer nokkrar biomyndir ad vanda og minniskubb fyrir nyju stafrænu myndavelina mina sem eg keypti i frihøfninni a leidinni ut.

Læt thetta gott heita i bili!!

Med venlig hilsen fra kongens København!

Ingi Bjørn

mánudagur, desember 06, 2004

Jólabolla Icelandair og fleiri nöfn á listann!!

Jæja góðan dag kæru lesendur!!

Þá er eitt stærsta djamm ársins liðið og bíð ég spenntur eftir að næsta bolla hefjist. En hin árlega jólabolla Icelandair var haldin hátíðleg á Kaffi Reykjavík á föstudagskvöldið síðasta og var Ingi Björn í góðu stuði og mikið ölvaður. En þó ekkert í líkingu við ónefnda flugumsjónarmenn. Palli litli ætlaði nú að koma með mér og var búinn að hlakka mikið til en svo var hann eitthvað slappur greyið og komst ekkert. Það verður að hafa það, enda styttist óðum í Köben 2004 og svo kemur hann bara með á næsta ári. Halldór Búi kom bara með í staðinn. En við hófum sem sagt herlegheitin í mötuneyti FLE (Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir þá sem ekki hafa fylgst með blaðaskrifum um verslunarrekstur í FLE) en þar var haldin jólabolla IGS. Þetta er svona venjan að dótturfyrirtæki Icelandair haldi sína jólabollu sama kvöld og mamman, en þó er hún yfirleitt búin snemma eða um 10 leytið í okkar tilfelli og þá bruna allir beinustu leið í bæinn.

Þegar í bæinn var komið ákvað Dóri að koma bara og djamma með okkur. Var það mikið gaman. Við héldum beinustu leið á Kaffi Reykjavík og þar vorum fram eftir nóttu eða þar til flestir flugmenn, flugfreyjur, flugvirkjar, ramparar, hlaðmenn og fleiri voru komnir vel í bleyti en héldum við Ástrún ásamt Dóra, Gumma flugstjóra og Kalla frakt á Nonna homma og dönsuðum þar frá okkur allt vit. Enduðum svo á Sálarballi á Naza og eins og venjulega var það sóun á þúsundkalli sem hefði mátt nýtast betur. Ekki að Sálin sé svo hrikalega slöpp en staðurinn hins vegar er með þeim leiðinlegustu í bænum. Svo var bara haldið heim frekar snemma á Inga Björns mælikvarða eða um 5-leytið. Hef ég ekki verið þekktur fyrir að koma svona snemma heim svo árum skiptir. Mátti samt ekkert við því að vera mikið lengur.

Hitt er annað mál að smá uppfærsla er komin á link-síðuna mína en þar er Halldór Búi farinn út þar sem hann tók ákvörðun um að hætta bloggi og ekki er verri manneskja komin inn í staðinn eða Imba Rampur stórvinkona mín. Eitthvað skilst mér að hún eigi af myndum frá bollunni en myndavélin varð samt bensínlaus snemma kvölds. Hins vegar bendi ég á Vinnusíðu Icelandair ef fólk vill skoða myndir.

Kominn tími á morgunmat og svo er að pakka fyrir Kaupmannahafnarferðina á morgun!! Lifið heil!!