Inga Björns blogg

laugardagur, nóvember 27, 2004

Til hamingju Icelandair

Hér er allt við það sama, búinn að vera í vinnu núna á hverjum degi síðan sunnudaginn síðasta. Og alltaf er nóg að gera hér á vellinum nema kannski helst núna en nú er einmitt ekkert að gera. Höfum samt ekki miklar áhyggjur af því, vegna þess að á morgun er sunnudagur og þá er meira en nóg að gera. En hér sit ég sem sagt aleinn og yfirgefinn, sendi Robba heim og þjónustustjórann í djúpslökun.

Innilegar hamingjuóskir til Siggeirs en eins og ég bloggaði hér áður um fór hann í inntökupróf hjá Icelandair og kom svona vel út úr þeim að þeir réðu hann til starfa. Einnig vil ég óska Icelandair til hamingju því betri mann hefðu þeir tæplega getað fengið til sín. Annars er þessi ráðning búin að vera afar furðuleg og nóg búið að týna af FOD af rampinum, því verður ekki neitað. Tölum samt ekki um það hér.

Annars er ég á leið til Köben núna 7. - 9. des, kíkja á jólahlaðborð og soleis. Alltaf gaman í jólastemningunni í Kaupmannahöfn. Svo fer ég þangað aftur um það bil 3 vikum seinna í hina árlegu áramótaferð okkar Có-Páls. Sú ferð verður ívið lengri eða ein vika. Förum út þann 30. des og komum heim 5. jan að ári.

Annars er nú bara ekki mikið að frétta þessa stundina. Lifið heil!!!

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólasnjór, jólasnjór la la la la la......

Jæja þá er kominn svona ægilega fínn jólasnjór og öll trén farin að síga undan þunganum. Alltaf hefur mér fundist það skemmtilegasti snjórinn, svona mjúkur og fínn. Annars er þessi aðeins of blautur, mætti vera örlítið þurrari. Eru ekki allir komnir á nagladekk? Ég fór og lét skipta í dag, lenti næstum því á ljósastaur á leiðinni en rétt slapp og keyrði á tré í staðinn. En það var allt í lagi því bíllinn skemmdist ekkert, ég slapp ómeiddur og tréð varðar mig hreint ekkert um, veit ekkert hvað er verið að þvæla slíku á umferðareyju, það bíður bara upp á að einhver keyri það niður og nú er ég búinn að því. Verra hefði verið með staurinn, því maður verður nú allavega að sjá eitthvað til að geta svo keyrt á það.

Annars eru nú þessir fínu staurar á "brautinni" sem kennd er við Reykjanes og eiga þeir að gefa undan og leggjast niður þegar maður keyrir á þá. Snilldarhönnun, bara eitt vandamál. Þeir virka ekki. Sem sagt þeir standa sem fastast þegar fólk keyrir á þá og fyrir vikið deyja sumir og aðrir lamast fyrir lífstíð eins og Valli bróðir hennar Anitu. Maður getur svo sem skilið af hverju þeir eru svona vel festir niður, getið ímyndað ykkur hvernig þessir staurar væru í íslenskri veðráttu, á fleygiferð út um alla braut allan ársins hring. En til hvers þá að vera sóa penginum í þá. Persónulega hefði ég viljað sjá evrópskt hugvit við uppsetningu þessara staura og fá ljós sem hanga yfir brautinni og einstaka staurar inn á milli til þess að halda þessu á sínum stað.

Nóg um það...

Hitt er annað mál að þegar ég var að keyra heim úr Skeifunni (þar sem ég lét skipta um dekk) þá fyrst missti ég mig. Ég held ég hafi verið hátt í klukkutíma á leiðinni enda keyrði enginn hraðar en 30. Setjiði nú almennileg dekk undir bílana ykkar og komið ykkur áfram. Það er nú engin ástæða til þess að missa sig þótt það snjói aðeins. Mest megnis var ég nú bara fastur á Bústaðaveginum, en loks þegar ég komst út á Hafnarfjarðarveginn þá fór þetta nú aðeins að gerast en þá tók annað við sem ég er búinn að hlæja að svo árum skiptir.Þið hafið eflaust tekið eftir þessu, en þegar byrjar að snjóa á Íslandi þá missir fólk allt sem kallast situational awareness og færir göturnar til hliðar. Skiljiði hvað ég er að fara. Akreinar færast um metra til annaðhvort hægri eða vinstri. Í mínu tilfelli var þetta soldið skondið því ég var á vinstri akrein. Hægri akreinin færðist til vinstri og þar af leiðandi mín akrein líka og endaði útí skurði. Hins vegar voru alveg 3-4 metrar úti kantinn hægra megin. Svo þegar maður kemur að ljósum þá er eins og fólk átti sig aðeins því það stefnir jú beinustu leið á umferðarljósin, og þá færist allt tilbaka í smástund. Svo tekur maður líka eftir því hvað fólk keyrir mikið utan vegar þegar byrjar að snjóa, allt í einu byrja að myndast hjólför á ólíklegustu stöðum. Um árið var ég til dæmis að keyra á Sogaveginum, á milli Bústaðavegar og Tunguvegar. Þá er á hægri hönd (ef maður er á leið að Bústaðaveginum) brekka og garðar hjá fólki og þar hef ég séð hjólför sem liggja upp brekkuna og inn í limgerði og svo niður aftur. Og ekki bara einu sinni heldur nokkrum sinnum, þetta er á hverjum vetri.

Merkilegt.............

Connie and Carla

Alltaf bætist fólk á listann minn hér hægra megin. Nýjustu meðlimirnir eru Palli Einars, eða Palli Bó eins og hann er kallaður af mér og Jóndi litli frændi (samt bara barnaland síða, hann kann náttla ekkert að skrifa og enn síður að lesa). Góður strákur hann Palli sem ég er búinn að þekkja svo áratugum skiptir eða þannig. Fyrsta dragreynslan mín var einmitt með honum þegar Inga Silja, Erna og Sif tóku sig til og stríðsmáluðu okkur eftir Drag námskeið í Flensunni. Hefðum ekki meikað það feitt á Jóni forseta en vorum nú samt flottastir!! Eftir þessa lífsreynslu kom náttla lítið annað til greina en að við yrðum vinir og fórum að stunda 22 saman á fimmtudagskvöldum svona til að hafa afsökun til að skippa frönskunni kl 8 á föstudagsmorgnum. Góðir tímar það. Svo unnum við saman á Nelly's seinna meir, og nú er hann nýbúinn að eiga ammæli. Til hamingju með það Palli minn!!!

Hins vegar talandi um drag, þá var ég að horfa á um daginn myndina Connie & Carla sem ég bloggaði um hér um daginn. Þessi mynd er náttla bara fyndin eins og allt sem Nia Vardalos kemur nálægt. Mæli eindregið með henni. Fjallar um tvær söngkonur sem eru að reyna að meika það en gengur ekki vel, enda ráðnar til að syngja á bar á O'Hare flugvelli í Chicago og það er ekki besti staðurinn til að meika það nema kannski helst að það fara öll flug þaðan í slíka seinkun að farþegarnir eru náttla allir miklu lengur á barnum en þeir ætluðu sér. Minnir soldið á Iceland Express. Förum ekki útí þá sálma.

Nema hvað að þær verða vitni að því að bareigandinn er skotinn í hausinn á bílastæðinu vegna fíkniefnamáls. Hafði hann komið 2 kg af kókaíni fyrir í tösku Connie & Cörlu. Þannig að þær verða að flýja og fara til L.A. Þar er ekkert fyrir þær að gera, þannig að þær fara á hommabar g þegar er auglýst eftir nýjum dragdrottningum þar til að skemmta þá byrjar farsinn. Þær eru konur sem þykjast vera kallar sem eru að troða upp sem konur. Flókið. En sem sagt, helvíti skemmtileg mynd og mæli ég eindregið með henni eins og áður sagði.

Nú ætla ég hins vegar að koma mér í meira jólaskap, þótt ekki sé á það bætandi svona miðað við dagssetningu og glápa á Santa Clause, sem ég keypti í Minní. Samt gömlu góðu sko, ekki Tim Allen.

Góðar stundir.........

mánudagur, nóvember 15, 2004

Ansi nálægt......

.......var ég þegar ég giskaði á að hafa eytt um 60 þúsund kalli í Minní. Þar sem ég er svo sniðugur að vera með fyrirframgreitt kreditkort er auðvelt fyrir mig að fylgjast með eyðslunni í heimabankanum. Og viti menn, allir reikningar frá Minní eru komnir og hljóða upp á 60,202 krónur. Þar bætum við við flugmiðanum og fáum út að þessi ferð kostaði í það heila 67,562 krónur og er það ekki slæmt fyrir slíka ferð.

Hins vegar sá ég comment frá Siggeiri á þessari ágætu síðu minni um að Rakel væri með bloggsíðu og bæti ég nú linknum inn á og biðst afsökunar á því að hafa yfirsést link hennar í kojudrykkju minni fyrr á þessum sólarhring.

Nóg um það í bili.............

Kojudrykkja og áskorun á Rakel!!

Kom við í fríhöfninni á leið minni frá Minneapolis og keypti kippu af Tuborg Julebryg!!! Fékk svo yfir mig fyrr í nótt að fá mér nú einn. Er núna á þriðja og líður vel, hehe. Sit hér aleinn með minn öl, og jólatónlist enda svo sem kominn jólasnjór og ég náttla jólabarnið sem ég er. En víkjum að áskoruninni;

Var að enda við að bæta linkum inn á bloggið mitt, skellti Ásgeiri ballerínu, Vigni arkitektúr, Georg söngvara, Skildi altmuligmand og Mumma Steinbach inn á síðuna mína. Allt saman stórmerkilegt og skemmtilegt fólk. Og ég segi fólk því þrátt fyrir að vera allt saman strákar þá segir það ekki margt. Hins vegar leitaði ég lengi að link inn á blogg hjá Rakel Siggeirsstúlku en ég veit svo sem ekkert hvort slík síða sé til. Kynntist henni lítillega í afæmlispartýi Siggeirs og Mumma í október en þar sem hún og einn af mínum betri vinum eru jú par þá finnst mér að ég eigi að kynnast henni meira. Eftir Minneapolis ferðina þekki ég hana enn betur, fer ekki nánar útí það. Það er samt ekkert skrýtið að við þekkjumst svona lítið því að eftir að ég flutti mig yfir í nýja deild og þurfti að skipta um vakt þá erum við Siggeir á öndverðum meiði hvað varðar vinnutíma, sem sagt á sitthvorri vaktinni og þegar ég er að vinna þá er hann í fríi og öfugt, þannig að við hittumst orðið lítið, sem er ekki nógu gott eins og við vorum nú samrýmdir fyrir þessi ósköp öll. Hittumst upp á hvern dag nánast. Og ekki bloggar hann nema einu sinni á ári eða svo. Eyddum nú samt um það bil 60 klst saman um helgina enda vorum við jú saman í Ameríku.

Punchline: RAKEL, ef þú ert með blogg, þá heimta ég að fá linkinn inn á það til að kynnast þér betur. Ef ekki, þá skora ég á þig að þú byrjir að blogga svo ég geti fylgst aðeins betur með ykkur skötuhjúunum. Einnig heimta ég að við förum að hittast, því öðruvísi kynnist ég þér ekkert, það er nú bara þannig og veit ég eftir stutt kynni okkar að þú ert stórskemmtileg og allt sem því fylgir!!!!!!

Og við minn Siggeir segi ég: Þú kemur þessum skilaboðum áleiðis!!!

"Boston" ferðin góða var snilld!!!

Jæja, þá er maður búinn að fara til Ameríku í fyrsta skiptið. Og ferðin var sko alls ekki af verri endanum. Skrapp með Siggeiri á fimmtudaginn, og var ferðinni heitið til Boston. Fór ekki betur en svo að vélin var rúmlega full og við enduðum í Minneapolis. Og sáum alls ekki eftir því. Byrjuðum á því að detta rækilega í það á leiðinni enda ókyrrðin svo mikil að ekki var hægt að sofa, og hvað gerir maður annað sem farþegi í 6 klukkustunda og 27 mínútna flugi (sem var nú samt aðeins lengra) en að detta í það. Þannig að við vorum komnir vel í glas þegar vélin lenti enda fengum við svona ægilega fínan service hjá freyjunni með hreiðurgreiðsluna sem hellti í okkur hvítvíni og púrtvíni og sátum í svona ægilega fínum Saga Class sætum.

Þegar til Minneapolis var komið byrjuðum við jú að sjálfsögðu á yfirheyrslu frá bandaríska innflytjendaeftirlitinu sem ég kýs að kalla Útlendingastofu enda útlendingar í þeirra landi. Sluppum þó í gegn án nokkurra vandræða og Ingi Björn tvisvar af því þetta fólk hefur ekki vit á að hafa neitt klósett nema fyrir innan hliðin. Náðum svo í töskurnar okkar og hlupum beinustu leið út að reykja. Þaðan tókum við svo hótel skutluna á hótelið og refreshuðum okkur aðeins áður en við fórum svo aftur með skutlunni og fundum okkur súpermarkað þar sem við keyptum alls konar drasl og ekkert af því var hollt nema kannski helst People Magazine sem við gleymdum að lesa. Sáum hins vegar óendanlega mikið af hlutum sem við ætluðum að kaupa áður en við færum heim eins og til dæmis bakaðar Doritos flögur og Trix en fórum svo ekkert aftur í súpermarkaðinn. Þaðan var stefnan sett á Burger King og svo aftur á hótelið með þessari blessuðu skutlu sem er alveg snilld. Maður þarf ekki að labba nokkurn skapaðan hlut, þetta hótel sér manni bara fyrir transport hvert sem maður fer (almost). Fórum svo bara beinustu leið að sofa enda klukkan orðin 4 á Íslandi.

Vöknuðum kl 8 á föstudeginum eldhressir og eftir morgunsturtuna var stefnan sett á morgunmat og þaðan beinustu leið í snilldina eða eins og hún heitir hjá innfæddum "MALL OF AMERICA". Vorum komnir þangað um kl 10:30 og út aftur um kl 18:30. Enda nóg að sjá og versla þar. Kíktum svo með allt draslið upp á hótel og beinustu leið út aftur og tókum þá leigubíl í eina skiptið í ferðinni úti í næstu Best Buy verslun. Lentum á þessum líka fína Sandnegra með múslimateppi og allann pakkann við hliðina á sér og hann spurði hvort hann ætti ekki að koma aftur og sækja okkur kl 21, jújú sögðum við og grunaði aldrei að maðurinn kæmi aftur en jú viti menn, birtist hann ekki á slaginu 21 og skutlaði okkur aftur upp á hótel sem var eins gott, enda með heilu græjurnar með okkur. Fórum svo á Jensen Supper Club sem er svona ægilega fínt steikhús þarna einhvers staðar í kringum hótelið og fengum þar bestu nautasteik sem ég hef smakkað um ævina. Mæli eindregið með þeim stað ef þið eruð á leið til Minní. Drukkum eina bokku af rauðvíni með steikinni og vorum svona aðeins að hífast þegar við komum aftur upp á hótel kl 23:30. Þá var nú ekki seinna vænna en að fara að sofa enda stór shopping dagur framundan.

Vöknuðum svo enn fyrr á laugardeginum eða kl 7 og byrjuðum á því að pakka, borða morgunmat og gera herbergið klárt fyrir Check-out. Skutluðum svo töskunum í geymslu og fórum aftur í Mallið. Versluðum enn meira til kl 16, en þá tókum við skutluna upp á hótel aftur og fórum og hentum restinni af versluninni í töskurnar og héldum svo út á flugvöll þar sem Júlíanna Svandís beið eftir að flytja okkur og allt okkar hafurtask heim.

Gaman að segja frá því að við fórum út með 3 töskur upp á samtals 10-15 kg en komum heim með 4 upp á örugglega hátt í 60-70 kg. Og alls ekkert svo mikið minna af peningum í vasanum en þegar við fórum um borð í vélin hér. Ég held ég hafi ekki eytt nema um 60 þúsund kalli í mesta lagi, með hótelkostnaði inniföldum. Og þykir mér það ekki mikið miðað við að ég endurnýjaði fataskápinn með fínni merkjavöru sem hefði aldrei kostað minna en svona 200 þúsund kall hérna heima og allar jólagjafir komnar.

Sem sagt ægilega fín "Boston" ferð.