Inga Björns blogg

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Connie and Carla

Alltaf bætist fólk á listann minn hér hægra megin. Nýjustu meðlimirnir eru Palli Einars, eða Palli Bó eins og hann er kallaður af mér og Jóndi litli frændi (samt bara barnaland síða, hann kann náttla ekkert að skrifa og enn síður að lesa). Góður strákur hann Palli sem ég er búinn að þekkja svo áratugum skiptir eða þannig. Fyrsta dragreynslan mín var einmitt með honum þegar Inga Silja, Erna og Sif tóku sig til og stríðsmáluðu okkur eftir Drag námskeið í Flensunni. Hefðum ekki meikað það feitt á Jóni forseta en vorum nú samt flottastir!! Eftir þessa lífsreynslu kom náttla lítið annað til greina en að við yrðum vinir og fórum að stunda 22 saman á fimmtudagskvöldum svona til að hafa afsökun til að skippa frönskunni kl 8 á föstudagsmorgnum. Góðir tímar það. Svo unnum við saman á Nelly's seinna meir, og nú er hann nýbúinn að eiga ammæli. Til hamingju með það Palli minn!!!

Hins vegar talandi um drag, þá var ég að horfa á um daginn myndina Connie & Carla sem ég bloggaði um hér um daginn. Þessi mynd er náttla bara fyndin eins og allt sem Nia Vardalos kemur nálægt. Mæli eindregið með henni. Fjallar um tvær söngkonur sem eru að reyna að meika það en gengur ekki vel, enda ráðnar til að syngja á bar á O'Hare flugvelli í Chicago og það er ekki besti staðurinn til að meika það nema kannski helst að það fara öll flug þaðan í slíka seinkun að farþegarnir eru náttla allir miklu lengur á barnum en þeir ætluðu sér. Minnir soldið á Iceland Express. Förum ekki útí þá sálma.

Nema hvað að þær verða vitni að því að bareigandinn er skotinn í hausinn á bílastæðinu vegna fíkniefnamáls. Hafði hann komið 2 kg af kókaíni fyrir í tösku Connie & Cörlu. Þannig að þær verða að flýja og fara til L.A. Þar er ekkert fyrir þær að gera, þannig að þær fara á hommabar g þegar er auglýst eftir nýjum dragdrottningum þar til að skemmta þá byrjar farsinn. Þær eru konur sem þykjast vera kallar sem eru að troða upp sem konur. Flókið. En sem sagt, helvíti skemmtileg mynd og mæli ég eindregið með henni eins og áður sagði.

Nú ætla ég hins vegar að koma mér í meira jólaskap, þótt ekki sé á það bætandi svona miðað við dagssetningu og glápa á Santa Clause, sem ég keypti í Minní. Samt gömlu góðu sko, ekki Tim Allen.

Góðar stundir.........

2 Comments:

 • ..Edina - 'Inside of me there is a thin person Dying to get out'
  Mother - 'Just the one dear?......

  okkar setning

  By Blogger Palli, at 11:11 f.h.  

 • Sæll og blessaður !!!
  þá er ég búin að bæta þér inn á bloggara ;)
  Gott að þú hafir látið renna af þér til að finna síðuna mína :) þetta var ekkert svo erfitt eftir allt saman ;)

  By Blogger Rakel, at 12:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home