Inga Björns blogg

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Jólasnjór, jólasnjór la la la la la......

Jæja þá er kominn svona ægilega fínn jólasnjór og öll trén farin að síga undan þunganum. Alltaf hefur mér fundist það skemmtilegasti snjórinn, svona mjúkur og fínn. Annars er þessi aðeins of blautur, mætti vera örlítið þurrari. Eru ekki allir komnir á nagladekk? Ég fór og lét skipta í dag, lenti næstum því á ljósastaur á leiðinni en rétt slapp og keyrði á tré í staðinn. En það var allt í lagi því bíllinn skemmdist ekkert, ég slapp ómeiddur og tréð varðar mig hreint ekkert um, veit ekkert hvað er verið að þvæla slíku á umferðareyju, það bíður bara upp á að einhver keyri það niður og nú er ég búinn að því. Verra hefði verið með staurinn, því maður verður nú allavega að sjá eitthvað til að geta svo keyrt á það.

Annars eru nú þessir fínu staurar á "brautinni" sem kennd er við Reykjanes og eiga þeir að gefa undan og leggjast niður þegar maður keyrir á þá. Snilldarhönnun, bara eitt vandamál. Þeir virka ekki. Sem sagt þeir standa sem fastast þegar fólk keyrir á þá og fyrir vikið deyja sumir og aðrir lamast fyrir lífstíð eins og Valli bróðir hennar Anitu. Maður getur svo sem skilið af hverju þeir eru svona vel festir niður, getið ímyndað ykkur hvernig þessir staurar væru í íslenskri veðráttu, á fleygiferð út um alla braut allan ársins hring. En til hvers þá að vera sóa penginum í þá. Persónulega hefði ég viljað sjá evrópskt hugvit við uppsetningu þessara staura og fá ljós sem hanga yfir brautinni og einstaka staurar inn á milli til þess að halda þessu á sínum stað.

Nóg um það...

Hitt er annað mál að þegar ég var að keyra heim úr Skeifunni (þar sem ég lét skipta um dekk) þá fyrst missti ég mig. Ég held ég hafi verið hátt í klukkutíma á leiðinni enda keyrði enginn hraðar en 30. Setjiði nú almennileg dekk undir bílana ykkar og komið ykkur áfram. Það er nú engin ástæða til þess að missa sig þótt það snjói aðeins. Mest megnis var ég nú bara fastur á Bústaðaveginum, en loks þegar ég komst út á Hafnarfjarðarveginn þá fór þetta nú aðeins að gerast en þá tók annað við sem ég er búinn að hlæja að svo árum skiptir.Þið hafið eflaust tekið eftir þessu, en þegar byrjar að snjóa á Íslandi þá missir fólk allt sem kallast situational awareness og færir göturnar til hliðar. Skiljiði hvað ég er að fara. Akreinar færast um metra til annaðhvort hægri eða vinstri. Í mínu tilfelli var þetta soldið skondið því ég var á vinstri akrein. Hægri akreinin færðist til vinstri og þar af leiðandi mín akrein líka og endaði útí skurði. Hins vegar voru alveg 3-4 metrar úti kantinn hægra megin. Svo þegar maður kemur að ljósum þá er eins og fólk átti sig aðeins því það stefnir jú beinustu leið á umferðarljósin, og þá færist allt tilbaka í smástund. Svo tekur maður líka eftir því hvað fólk keyrir mikið utan vegar þegar byrjar að snjóa, allt í einu byrja að myndast hjólför á ólíklegustu stöðum. Um árið var ég til dæmis að keyra á Sogaveginum, á milli Bústaðavegar og Tunguvegar. Þá er á hægri hönd (ef maður er á leið að Bústaðaveginum) brekka og garðar hjá fólki og þar hef ég séð hjólför sem liggja upp brekkuna og inn í limgerði og svo niður aftur. Og ekki bara einu sinni heldur nokkrum sinnum, þetta er á hverjum vetri.

Merkilegt.............

2 Comments:

  • Merkilegt hvað fólk getur keyrt illa. Ég einmitt sá hjólför rétt við elliðaárdalinn sem lágu beint ofan í skurð. Hehehe Þá hló ég mikið og hátt. :)

    By Blogger Mummi, at 8:24 e.h.  

  • Jooo... nu är det dags för island igen. Jag fik en spricka i foten och måste vila i tre månader. Helvetes jävla SKIT!!!

    Så jag är hemma nu, slå gärna en signal på min mobil!

    kram Ásgeir

    By Blogger �sgeir, at 1:23 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home