Inga Björns blogg

laugardagur, nóvember 27, 2004

Til hamingju Icelandair

Hér er allt við það sama, búinn að vera í vinnu núna á hverjum degi síðan sunnudaginn síðasta. Og alltaf er nóg að gera hér á vellinum nema kannski helst núna en nú er einmitt ekkert að gera. Höfum samt ekki miklar áhyggjur af því, vegna þess að á morgun er sunnudagur og þá er meira en nóg að gera. En hér sit ég sem sagt aleinn og yfirgefinn, sendi Robba heim og þjónustustjórann í djúpslökun.

Innilegar hamingjuóskir til Siggeirs en eins og ég bloggaði hér áður um fór hann í inntökupróf hjá Icelandair og kom svona vel út úr þeim að þeir réðu hann til starfa. Einnig vil ég óska Icelandair til hamingju því betri mann hefðu þeir tæplega getað fengið til sín. Annars er þessi ráðning búin að vera afar furðuleg og nóg búið að týna af FOD af rampinum, því verður ekki neitað. Tölum samt ekki um það hér.

Annars er ég á leið til Köben núna 7. - 9. des, kíkja á jólahlaðborð og soleis. Alltaf gaman í jólastemningunni í Kaupmannahöfn. Svo fer ég þangað aftur um það bil 3 vikum seinna í hina árlegu áramótaferð okkar Có-Páls. Sú ferð verður ívið lengri eða ein vika. Förum út þann 30. des og komum heim 5. jan að ári.

Annars er nú bara ekki mikið að frétta þessa stundina. Lifið heil!!!

3 Comments:

 • já ég er sammála að Icelandair Group gat ekki fengið betri flugmann til starfa (eins og áður hefur komið fram á mínu eigins bloggi) og óska Icelandair og Siggeiri sjálfur hjartanlega til hamingju með starfið sem hann hefur þó vel unnið fyrir!

  og jú það styttist í köben ;)

  By Blogger Co-Páll, at 9:30 e.h.  

 • Hvað ertu að fara að þvælast til Köben 7.-9.des og með hverjum??

  By Blogger Anna, at 2:59 e.h.  

 • Ég þakka ykkur kærlega fyrir lotninguna :)

  By Blogger Siggeir, at 12:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home