Inga Björns blogg

mánudagur, desember 06, 2004

Jólabolla Icelandair og fleiri nöfn á listann!!

Jæja góðan dag kæru lesendur!!

Þá er eitt stærsta djamm ársins liðið og bíð ég spenntur eftir að næsta bolla hefjist. En hin árlega jólabolla Icelandair var haldin hátíðleg á Kaffi Reykjavík á föstudagskvöldið síðasta og var Ingi Björn í góðu stuði og mikið ölvaður. En þó ekkert í líkingu við ónefnda flugumsjónarmenn. Palli litli ætlaði nú að koma með mér og var búinn að hlakka mikið til en svo var hann eitthvað slappur greyið og komst ekkert. Það verður að hafa það, enda styttist óðum í Köben 2004 og svo kemur hann bara með á næsta ári. Halldór Búi kom bara með í staðinn. En við hófum sem sagt herlegheitin í mötuneyti FLE (Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir þá sem ekki hafa fylgst með blaðaskrifum um verslunarrekstur í FLE) en þar var haldin jólabolla IGS. Þetta er svona venjan að dótturfyrirtæki Icelandair haldi sína jólabollu sama kvöld og mamman, en þó er hún yfirleitt búin snemma eða um 10 leytið í okkar tilfelli og þá bruna allir beinustu leið í bæinn.

Þegar í bæinn var komið ákvað Dóri að koma bara og djamma með okkur. Var það mikið gaman. Við héldum beinustu leið á Kaffi Reykjavík og þar vorum fram eftir nóttu eða þar til flestir flugmenn, flugfreyjur, flugvirkjar, ramparar, hlaðmenn og fleiri voru komnir vel í bleyti en héldum við Ástrún ásamt Dóra, Gumma flugstjóra og Kalla frakt á Nonna homma og dönsuðum þar frá okkur allt vit. Enduðum svo á Sálarballi á Naza og eins og venjulega var það sóun á þúsundkalli sem hefði mátt nýtast betur. Ekki að Sálin sé svo hrikalega slöpp en staðurinn hins vegar er með þeim leiðinlegustu í bænum. Svo var bara haldið heim frekar snemma á Inga Björns mælikvarða eða um 5-leytið. Hef ég ekki verið þekktur fyrir að koma svona snemma heim svo árum skiptir. Mátti samt ekkert við því að vera mikið lengur.

Hitt er annað mál að smá uppfærsla er komin á link-síðuna mína en þar er Halldór Búi farinn út þar sem hann tók ákvörðun um að hætta bloggi og ekki er verri manneskja komin inn í staðinn eða Imba Rampur stórvinkona mín. Eitthvað skilst mér að hún eigi af myndum frá bollunni en myndavélin varð samt bensínlaus snemma kvölds. Hins vegar bendi ég á Vinnusíðu Icelandair ef fólk vill skoða myndir.

Kominn tími á morgunmat og svo er að pakka fyrir Kaupmannahafnarferðina á morgun!! Lifið heil!!