Inga Björns blogg

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Menningarnótt??????????

Menningarsjokk öllu heldur!

Missti nú af allri menningunni um daginn og fór ekkert í bæinn fyrr en undir miðnætti. Ástrún, Sigga Express, Stína Gallagher og Daði flokkstjóri komu og sóttu mig á heimaslóðir rétt um kl 23 og á meðan ég beið eftir þeim fyrir utan gekk á með Amazon rigningu. Vatnið svoleiðis fossaði niður götuna að annað eins hefur ekki sést síðan í gamla daga (sem sagt fyrir áramót).

Nú liðið hélt náttla beinustu leið á ball þar sem flugeldasýningin var jú búin og lítið annað um að vera í bænum en böll og rigning. Þannig að við tókum strikið á Nasa þar sem gífurlegt Sálarball átti að hefjast og þar sem ég var með Siggu og Ástrúnu kom lítið annað til greina en að fara á það. Enda ekki þekktar fyrir annað en að elta Sálina Hans Jóns Míns út um allar trissur. En ég hrósa happi því ef ekki hefði verið fyrir Sálarballið þá hefðum við án efa farið á leiðinlegasta stað í bænum, öðru nafni Pravda, greitt þar milljónir fyrir inngöngu og veðsett svo húsið og bílinn fyrir drykkjunum. Nóg kostaði nú Nasa ævintýrið.

Nema hvað að það var svona ægilega fínt til að byrja með, fannst nú tónlistin ískyggilega há, ekki alveg hægt að njóta hennar þegar maður finnur bassann í maganum. En eftir því sem leið á kvöldið er ég ekki frá því að einhver hafi alltaf verið að hækka í græjunum þannig að ég gafst upp á endanum og fór út með suð í eyrum og er ekki frá því að nokkur af hárunum þarna í miðeyranu hafi skemmst!! Vonandi ekki nóg til þess að medicalið fari í vitleysu. Lofaði sjálfum mér því og stend við það (þar til annað kemur í ljós) að þetta er í allra síðasta skipti sem ég fer á Nasa.

Nú eftir stóð ég einn úti á götu og vissi ekkert hvað ég ætti af mér að gera. Hringdi í Davíð Brá en þá var hann á heimleið í taxa. Þannig að ég rölti mér á Café Kozý og það var nú meiri skelfingin sem blasti við mér þar. Þvílíkt og annað eins samansafn af lufsum hef ég bara ekki séð um mína ævi. Fastagestir hússins að sjálfsögðu dauðir í horninu að vanda og allt þar fram eftir götunum. Var nú ekki lengi að láta mig hverfa þaðan eftir að hafa innbyrt einn öl og hugsað um hvað það er leiðinlegt að djamma á Íslandi. En ekki var öll nótt úti enn.

Ég rölti mér út og athugaði hvort Anna væri enn að vinna á Kaffi Reykjavík, en nei nei þeir höfðu vit á að loka snemma og fara heim að sofa. Þá var ég svona alvarlega að skoða möguleikann á að fara bara heim og rölti mér niður Hafnarstrætið til að athuga stöðuna á Nonna Bita en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma litið þar inn. Var kominn á Lækjartorg þegar Ísarr hringdi og heimtaði að ég kæmi með sér á Hressingarskálann, betur þekktur sem Hressó. Ég hélt nú ekki, sagði að fyrst yrðum við nú að kíkja á ómenninguna á Nelly's. Nú þar var leiðinlegt að vanda þannig að við drifum okkur á Hressó og þar sló nú alveg botninn úr. Ekki veit ég hvað er að gerast þarna í Austurstrætinu en ég held að síðan Berlín lokaði þar fyrir um áratug hafi allt djamm í þeirri götu farið niðurávið. Skemmst er að minnast Astró sem var nú án efa leiðinlegasti skemmtistaður í heimi, svo breyttist hann í Pravda og ekki skánaði ástandið og Hressó held ég að hafi skilað mun betri árangri sem skyndibitastaðurinn McDonalds.

Nú svo dreif ég mig nú loksins af stað heim um kl 0530 og beið eftir leigubíl til 7. Hefði betur bara gengið í Hafnarfjörðinn, kom við á Select og fékk mér djúsí pulsu með kartöflusalati, hráum lauk og tómatsósu og held svei mér þá að það hafi verið skemmtilegasti hluti kvöldsins, eftir að hafa yfirgefið félagsskapinn á Nasa.

En jæja

Þá er ég búinn að koma þessu djammi af mér og bið að heilsa í bili.

Ingi Björn

laugardagur, ágúst 20, 2005

Alltaf nóg að gerast hjá Inga Birninum

Halló Halló

Ég er sem sagt enn á lífi og við góða heilsu. Bara svona ef einhver skyldi hafa látið sér detta í hug að ég væri týndur og tröllum gefinn. Hvað er Ingi Björn búinn að vera að gera allann þennan tíma spyr margur sig og svarið er..........VINNA. And there it is then. Er búinn að vera í vinnunni að meðaltali 18 tíma á dag enda Siggeir svo sem harðgiftur og floginn til Manchester eins og er þannig að ekki hittir maður hann og Hjalti er jú alltaf á ferð og flugi og aðrir vinir mínir eru jú annaðhvort vinnualkar eða að vinna með mér þannig að þar stunda ég mitt félagslíf. En þessa dagana eru stærri plön í gangi og er Ingi Björn að ganga fram að sér með vinnu til að eiga fyrir flugnámslokum sem munu fara fram síðar á þessu annars ágæta ári.

En hvern hittir maður ekki á Keflavíkurflugvelli í dag aðra en Cameron Diaz. Hún var svo sem á Frisco fluginu sem ég var að rampast með og leit út fyrir að vera allavega fimmtug. Tjah ég segi nú kannski ekki fimmtug en allavega 10 árum eldri en á sjónvarpsskjá og hvítu tjaldi. Upplausnin á henni er sem sagt ekki jafngóð og á hvíta tjaldinu. En það er svo sem ekki öllum gefin þessi eilífðarfegurð sem háir mér sýknt og heilagt. Skemmst er að minnast að við Anna lentum jú illa í Könunum í apríl vegna fegurðar. Takandi myndir í tíma og ótíma og ég veit ekki hvað og hvað.

En nú er Menningarnótt að ganga í garð hvað á hverju og mun ég fara umsvifalaust á djammið núna.

Nóg í bili

Ingi Björn