Inga Björns blogg

laugardagur, ágúst 20, 2005

Alltaf nóg að gerast hjá Inga Birninum

Halló Halló

Ég er sem sagt enn á lífi og við góða heilsu. Bara svona ef einhver skyldi hafa látið sér detta í hug að ég væri týndur og tröllum gefinn. Hvað er Ingi Björn búinn að vera að gera allann þennan tíma spyr margur sig og svarið er..........VINNA. And there it is then. Er búinn að vera í vinnunni að meðaltali 18 tíma á dag enda Siggeir svo sem harðgiftur og floginn til Manchester eins og er þannig að ekki hittir maður hann og Hjalti er jú alltaf á ferð og flugi og aðrir vinir mínir eru jú annaðhvort vinnualkar eða að vinna með mér þannig að þar stunda ég mitt félagslíf. En þessa dagana eru stærri plön í gangi og er Ingi Björn að ganga fram að sér með vinnu til að eiga fyrir flugnámslokum sem munu fara fram síðar á þessu annars ágæta ári.

En hvern hittir maður ekki á Keflavíkurflugvelli í dag aðra en Cameron Diaz. Hún var svo sem á Frisco fluginu sem ég var að rampast með og leit út fyrir að vera allavega fimmtug. Tjah ég segi nú kannski ekki fimmtug en allavega 10 árum eldri en á sjónvarpsskjá og hvítu tjaldi. Upplausnin á henni er sem sagt ekki jafngóð og á hvíta tjaldinu. En það er svo sem ekki öllum gefin þessi eilífðarfegurð sem háir mér sýknt og heilagt. Skemmst er að minnast að við Anna lentum jú illa í Könunum í apríl vegna fegurðar. Takandi myndir í tíma og ótíma og ég veit ekki hvað og hvað.

En nú er Menningarnótt að ganga í garð hvað á hverju og mun ég fara umsvifalaust á djammið núna.

Nóg í bili

Ingi Björn

2 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home