Inga Björns blogg

sunnudagur, nóvember 20, 2005

One down, three to go!!!

Jæja!!!

Þá er fyrstu djamm fríhelgi af fjórum í röð lokið. Fór í gærkveldi ásamt Önnu á San Francisco myndakvöld hjá Krissa að Elliðavöllum í Keflavík City. Ekki ætlaði ég að verða of drukkinn þannig að ég tók bara með mér eina kippu af ísköldum Kalla (Carlsberg, probably the best beer in town, fyrir þá sem ekki vita hvað Kalli er). En það fór að sjálfsögðu á annan veg þegar á hólminn var komið því Krissi hafði jú fjárfest í þessum annars ágæta Ópal snafsi. Ég er ekki frá því að ég hafi drukkið mestmegnið af flöskunni og þegar að því kom að liðið ætlaði útí bæ var Ingi Björn orðinn haugölvaður og vissi hvorki upp né niður. En einhvern veginn reddaðist það allt saman og við drifum okkur á H.inn (Hápunktinn fyrir þá sem ekki vita hvað H.inn er), en það er víst aðalstaðurinn í Kef City þessa dagana. Þar var mikið af fólki, þar á meðal myndarpiltur frá IGS (no names).

Frá H.inum var Inga Birni keyrt í bæinn af Kristínu Gallagher og var Imba með í för þótt ekki hafi þær verið í djamm hugleiðingum. Fór þar með 1000 kallinn sem ég átti á Café Kozý og náði að eiga afgang þegar ég kom út víííííí. Rölti mér upp Laugaveginn og heim til Önnu sem var svo góð að lána mér lykla að íbúðinni sinni en hún varð eftir í Njarðvík hjá frænku sinni. Lá þar steinrotaður til kl 18:15 á laugardegi og kom þá litla systir að sækja mig og skutlaði mér heim.

Úfffff, ég vildi geta sagt að það yrði langt í næsta djamm en eins og ég segi þá er stíft prógram framundan, jólbolla Icelandair og IGS 2. desember, Jólahlaðborð í Köben 16-18 des og svo loks jól og áramót. Að þeim loknum verður nú einhver pása tekin, og þó, tónleikar með James Blunt í Köben 24. jan 2006 sem maður lætur sig nú ekki vanta á!!!

Lengi lifi Ópalskotið.......................

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Brandari vikunnar........

Ég horfði, mér til mikillar skemmtunar, á Eurotrip á Ztöð2 Bíó í gærnótt. Afar skemmtileg mynd!!! Mér var sérlega skemmt yfir þýðingunni á myndinni. Hér kemur skemmtilegt dæmi sem ég tel vera með því fyndnara sem ég hef heyrt.....

Myndin gengur út á það, fyrir þá sem ekki vita, að Scott og vinur hans fara til Evrópu til þess að finna stúlku sem er búin að vera pennavinur Scotts í x langann tíma. Þegar þeir koma loks á áfangastað komast þeir að því að Mieke er ekki þar. Þeir hitta föður hennar og reyna að finna út hvar hún er.....

Do you know where she is? Yes, she enlisted in a scholarship program in Rome.

Þýðing: Veistu hvar hún er? Já, hún skráði sig á skólaskip í Róm!!!

Múhahahahahahahahahahahahahaa........