Inga Björns blogg

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Brandari vikunnar........

Ég horfði, mér til mikillar skemmtunar, á Eurotrip á Ztöð2 Bíó í gærnótt. Afar skemmtileg mynd!!! Mér var sérlega skemmt yfir þýðingunni á myndinni. Hér kemur skemmtilegt dæmi sem ég tel vera með því fyndnara sem ég hef heyrt.....

Myndin gengur út á það, fyrir þá sem ekki vita, að Scott og vinur hans fara til Evrópu til þess að finna stúlku sem er búin að vera pennavinur Scotts í x langann tíma. Þegar þeir koma loks á áfangastað komast þeir að því að Mieke er ekki þar. Þeir hitta föður hennar og reyna að finna út hvar hún er.....

Do you know where she is? Yes, she enlisted in a scholarship program in Rome.

Þýðing: Veistu hvar hún er? Já, hún skráði sig á skólaskip í Róm!!!

Múhahahahahahahahahahahahahaa........

1 Comments:

  • Stundum held ég að þeir ráði inn stundarfólk úr grunnskóla (6-8 ára) til að þýða myndir og þætti .... en mér finnst þessi þýðing einkar skemmtileg

    Svo kom mér líka skemmtilega á óvart að þú værir búinn að blogga :)

    By Blogger Anna, at 2:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home